Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar!

Á morgun fimmtudaginn 8. september er dýrðardagur en þá er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Því ætlum við í Sjúkraþjálfun Vestfjarða að hafa opið hús allann daginn og frítt í líkamsræktarsalinn. Á milli 13:00-14:30 verða Ólafur Halldórsson og Tómas Emil Guðmundsson Lögg. Sjúkraþjálfarar í miklu stuði og veita fríar ráðleggingar. Veitingar verða á boðstólnum á meðan birgðir endast.

Áfram Sjúkraþjálfarar!

Myndaniðurstaða fyrir physiotherapy

Salurinn

Vissuð þið að ásamt því að sinna endurhæfingu að þá er stöðin einnig með frábæran líkamsræktarsal?

Herbergin eru þrjú en í tvem herbergjunum eru trx bönd, box púði, Bosu bolti og allt til taks í góða æfingu. Útsýnið skemmir ekki með útsýni að Snæfjallaströnd og yfir sjálfan pollinn. Verðskrá má finna undir Þjónustu.

Hreyfifimi HSV og Sjúkraþjálfunar Vestfjarða

Í dag byrjaði Hreyfifimi hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða í samstarfi við Hérðassamband Vestfjarða. Hreyfifimi er þjálfun fyrir íþróttakrakka á aldrinum 12-17 ára en þjálfunin snýst um að búa til góðan líkamlegan grunn sem getur tekist á við hvaða íþrótt sem er.

Rannsóknir sýna að þessa æfingar geta fyrirbyggt meiðsli og eru frammistöðubætandi.

Krakkarnir stóðu sig hrikalega vel í dag og mætingin góð.